Árið 1998 átti sér stað skrýtinn atburður í Wakayama héraði í suðvestur Japan. Fólk lést eftir að hafa borðað karrírétt með hrísgrjónum en enginn vissi hvað hafði gerst fyrr en rannsókn á málinu leyddi ýmislegt í ljós. Í þessum þætti fjalla ég um karrímorðin í Wakayama og fólkið á bakvið þann myrka atburð. Kæri hlustandi, þessi þáttur er í opinni dagskrá en ég minni á Patreon appið fyrir þau ykkar sem viljið fullan aðgang að öllum þáttum sem og að styðja við bakið á þessu hlaðvarpi. Takk fyrir að hlusta!