Bergþór Másson, fellow PHD hlaðvarpsþáttastjórnandi, kom til Japan eftir langt ferðalag um heiminn - Ísrael, Indland og Indonesía, svo eitthvað sé nefnt. Í þættinum ræðum við epíkina sem finnst í Japan, heragann, fortíðarþránna og hæfileikann til að skeyta litlu um skoðanir annarra. En við ræðum líka þrældóminn sem gerir Japan óskiljanlegt í augum svo margra. Kæru hlustendur, þessi þáttur er í opinni dagskrá en ef þið viljið fræðast um Yakuza, verstu bjarnarárás í sögu Japans, Woke-menningu í Japan og fleira er ráð að skrá sig á Patreon eigi síðar en núna. Takk fyrir að hlusta!