Heimsglugginn

Heimsglugginn

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson minntust Alex Salmonds sem lést um síðustu helgi. Hann var óskoraður leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Skota fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2014. Þeir ræddu einnig erfiðleika Northvolt í Svíþjóð sem átti að verða lykilfyrirtæki í sókn evrópskra bílaframleiðenda á rafbílamarkaðnum, risastórt fyrirtæki sem framleiddi rafhlöður fyrir bíla. Reksturinn hefur hins vegar gengið illa og til stendur að segja upp 1600 manns af um 5000 starfsmönnum.

Alex Salmond og vandræði NorthvoltHlustað

17. okt 2024