Heimskviður

Heimskviður

Súdanski herinn tók völdin í þessu stríshjráða Afríkuríku á sunndag, og tóku nokkra stjórnarliða höndum, þar á meðal forsætisráðherran Abdalla Hamdok, sem nú hefur verið sleppt. Stjórnskipanin í Súdan er nokkuð ólík því sem við eigum að venjast, en þar hafa herinn og fulltrúar almennra borgara deilt völdum síðastliðin tvö ár - og áttu að gera það fram að kosningum á næsta ári. Nú er allt önnur staða komin upp og hún breytist hratt. Guðmundur Björn rýndi í sögu Súdan og leit í baksýnisspegilinn, hvað olli því að herinn tók völdin á mándudag? Allra augu beinast að Glasgow í Skotlandi frá og með sunnudegi. Þar verður haldin 26. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Þangað mæta þjóðarleiðtogar með ekkert sérstaklega jákvæðar fréttir í farangrinum. Miðað við nýja skýrslu Umhverfismálasjóðs SÞ eru þjóðir heims hvergi nálægt því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Við ræðum við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, um hvaða væntingar sé raunhæft að hafa til ráðstefnunnar í Glasgow. Politico birti á dögunum í fyrsta sinn opinberlega ítarlega dagskrána sem þegar liggur fyrir og tekur gildi þegar Elísabet Engandsdrottning fellur frá. Við fjöllum um dagskrána í þeirri fullvissu að langt sé enn í það að nýtast þurfi við þessi áform. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

83 | Sviptingar í Súdan, Gop26 og útför Elísabetar EnglandsdrottningarHlustað

30. okt 2021