Heimskviður

Heimskviður

Fyrir ári sínu ruddu dundruðir stuðingsmanna Donalds Trump sér leið inn í þinghúsið í Washington D.C. þar sem þau freistuðu þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin staðfesti kjör Joe Bidens til Bandaríkjaforseta. Síðan hefur liðið heilt ár, en eftirköst þessara atburða marka djúp spor í bandarísku samfélagi, atburða sem hefðu þótt óhugsandi að gætu gerst. Donald Trump þáverandi forseti var í kjölfarið ákærður fyrir embættisbrot í starfi fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að taka kjöri Bidens - sem hann taldi ólögmætt - ekki þegjandi og hljóðalaust. Sérstök nefnd á vegum Bandaríkjaþings rannsakar nú aðild Trumps og hans nánustu samstarfsmanna að árásinni, en alls létust fimm manns í átökunum og yfir sjö hundruð hafa verið ákærð fyrir þáttöku í þeim. Það var alla tíð ljóst að Joe Biden ætti erfitt verkefni framundan á forsetastóli í Bandaríkjunum, kórónuveiran hafði leikið þjóðina grátt. brottflutningur herliðs Bandaríkjanna frá Afganistan var yfirvofandi, og bandarískt þjóð var klofin í tvennt eftir forsetatíð Trumps. Sem er hvergi af baki dottinn og virðist ótrauður stefna á forsetaframboð að þremur árum liðnum. Svo eru kosningar í báðum deildum bandaríska þingsins í haust, fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Þar hafa demókratar nauman meirihluta, en sagan segir okkur að yfirleitt tapar flokkur sitjandi forseta í fyrstu þingkosningum eftir forsetakjör. Þátturinn í dag er tileinkaður Bandaríkjunum og því mikla umróti sem á sér stað í bandarísku samfélagi. Guðmundur Björn settist niður með þeim Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Guðmundi Hálfdánarsyni sagnfræðingi og forseta hugvísindasviðs sama skóla og ræddi við þau um hvernig Joe Biden hefur vegnað á sínu fyrsta ári í embætti, hvað Donald Trump sér, og hvaða þýðingu atburðirnir þann sjötta janúar í fyrra höfðu fyrir bandarískt samfélag? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

91 | Ár frá árásinni á þinghúsið. Hvað svo?Hlustað

08. jan 2022