Heimskviður

Heimskviður

Heimskviður staldra við í Bandaríkjunum þessa vikuna. Réttarhöldin yfir Derek Chauvin, lögregluþjóninum sem myrti George Floyd í maí í fyrra, hófust í vikunni. Guðmundur og Birta ræða um hvað gerðist í kjölfar morðsins á Floyd, Black Lives Matter, og sjálf réttarhöldin, í fyrri hluta þáttarins. Á síðasta ári hefur fylgdarlausum börnum, sem freista þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna, fjölgað gríðarlega. Í janúar á þessu ári voru þau tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór ekki leynt með andúð sína á nágrönnum sínum í suðri í forsetatíð sinni, og hóf meðal annars að reisa vegg á landamærunum. En þúsundir barna, fylgdarlausra, reyna eftir sem áður að komast til Bandaríkjanna í hverjum mánuði. Kemur þetta til með að breytast með nýjum forseta? Og hvað verður um þessi börn? Jóhannes Ólafsson ætlar að segja okkur nánar frá þessu í síðari hluta þáttarins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

67 | Réttað yfir Derek Chauvin og landamærabörnin í BandaríkjunumHlustað

13. mar 2021