Heimskviður

Heimskviður

Þann 3. nóvember í fyrra brutust út átök á milli stjórnarhersins í Eþíópíu og frelsishers Tigray, TPLF, í Tigray héraði. Átökin hafa því staðið í heilt ár. Þúsundir hafa látið lífið í átökum síðastliðin árs og yfir tvær milljónir hrakist fráa heimilum sínum, hluti íbúa landsins glímir nú við mikla hungursneyð. Á þessu ári sem hefur liðið frá því átökin hófust hafa fregnir borist af hræðilegum mannréttindabrotum, fjöldamorðum og hópnauðgunum. Nú eru það uppreisnarmennirnir sem virðast hafa yfirhöndina. Síðustu vikur færst harkalega í aukanna. Við bregðum okkur í göngutúr í Addis Ababa með Geir Konráð Theodórssyni, sem þar býr ásamt unnustu sinni og ræðum sömuleiðis við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og Helen Maríu Ólafsdóttur hjá þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, um þessu miklu átök og framtíð Eþíópíu. Norrænt samstarf hefur löngum verið talið til fyrirmyndar í samvinnu sjálfstæðra og fullvalda ríkja. Í meginatriðum gengur það út á að borgarar ríkjanna fimm njóti sama réttar í öllum löndunum og heimamenn, vinnumarkaðurinn hefur verið sameiginlegur í meira en sextíu ár, fólk getur ferðast á milli án þess að sýna vegabréf og sótt skóla. Á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi urðu fulltrúar Norðurlandanna sammála um að vilja græða sár og leysa deilur og illindi sem upp komu í kórónuveirufaraldrinun þegar þjóðirnar skelltu í lás og lokuðu landamærum án samráðs við grannþjóðirnar. Vonir standa til þess að þeirri öfugþróun sem hefur verið í norrænu samstarfi á undanförnum árum hafi verið snúið við á þingi Norðurlandaráðs. Bogi Ágústsson flytur okkur þennan pistil. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

85 | Göngutúr í Addis Ababa og sár í norrænu samstarfiHlustað

13. nóv 2021