Heimskviður

Heimskviður

Í Heimskviðum vikunnar förum við til Egyptalands og Grænlands. Við byrjum í Súes-skurðinum, þar sem flennistórt flutningaskip strandaði í vikunni. Það er umtalsvert vesen, sérstaklega ef það dregst eitthvað á langinn að losa skipið. Við fjöllum um sögu Súes-skurðsins og mikilvægi hans. Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágússtsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir meðal annars við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var einn af helstu leiðtogum Grænlendinga og meðal annars fyrsti formaður Landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

69 | Stíflaður Suesskurður og Grænlendingar að kjörborðinuHlustað

27. mar 2021