Heimskviður

Heimskviður

Í Heimskviðum í dag er fjallað um mannréttindií Egyptalandi, uppgjörið við stjórnartíð Francos á Spáni og seinni bylgju Covid-19. Mál egypskar fjölskyldu sem sótti um alþjóðlega vernd hér á Íslandi vakti mikla athygli og reiði almennings eftir að greint var frá því að það ætti að vísa þeim úr landi - aftur til Egyptalands. Þau segjast eiga hættu á ofsóknum þar vegna pólitískrar þátttöku föðurins. Í gær bárust þær að fréttir að þeim hafi verið veitt alþjóðleg vernd en þó ekki á grundvelli þess að þeim sé hætt búin í heimalandinu. En hvernig er staðan í Egyptalandi? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Ólöf Ragnarsdóttir segir frá. Í fyrra voru 80 ár frá lokum borgarastríðsins á Spáni. Það stóð í þrjú ár og var blóðugt og sorglegt. Við tók 36 ára valdatíð Francos einsræðisherra, sem var ekki síður blóðug. Þjóðinni hefur tekist vel að feta einstigið frá einræði til lýðræðis, en svo virðist sem mikið uppgjör eigi sér nú stað við valdatíð Francos. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttaritari okkar á Spáni, segir frá. Þá fjalla Birta og Guðmundur um seinni bylgju Covid-19 og áhrif hennar á heiminn. Covid-þreyta og staðan í Afríku er meðal efnis. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

47 | Mannréttindi í Egyptalandi, uppgjörið við Franco og Covid-19Hlustað

25. sep 2020