Heimskviður

Heimskviður

Í upphafsþætti haustsins höldum við Kúbu og Rúanda. Þann ellefta júlí síðastliðinn braust út röð mótmæla á eyjunni Kúbu, en þar eru mótmæli almennings gegn stjórnvöldum fátið. Frá árinu 1959 hafa kommúnistar verið við völd á Kúbu og hvers kyns andóf gegn stjórnvöldum kyrfilega barið niður. Kúba er eins og tímavél, fátt hefur breyst eftir að þeir Fidel Castro og Che Geuvara komstu valda eftir byltinguna á sjötta áratugnum og tíminn virðist standa í stað. En tímarnir breytast nú samt og mennirnir með. Með tilkomu internetsins og snjalltækni er Kúba að breytast og svo virðist sem langþreyttur almenningur þori loks að bjóða stjórnvöldum byrginn. Guðmundu Björn ræðir við Alberto Borges Moreno, Kúbverja sem man tímanna tvenna. Þá fjöllum við um Paul Rusesabagina. Hetjuleg framganga hans á hörmungartímum þjóðar hans, Rúanda, varð hráefni í Hollywood-myndina Hotel Rwanda. Hann var á mánudaginn var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sjálfur segist hann fórnarlamb pólitískra ofsókna, aðrir segja hann sannarlega bara ábyrgð á árásum vopnaðra andspyrnuhrefinga sem hafa kostað níu mannslíf. Birta fjallar um þessi forvitnilegu réttarhöld. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

79 | Kúbverjar vilja breytingar og er hetjan frá Rúanda skúrkur?Hlustað

02. okt 2021