Heimskviður

Heimskviður

Í Heimskviðum þessa vikuna fjöllum við um hrðyjuverk, og tónlist. Að minnsta kosti áttatíu saklausir borgarar hafa verið myrtir af íslömsku hryðjuverkasamtökunum Boko Haram í norðurhluta Kamerún síðan í desember á síðasta ári. Samtökin komust í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum þegar liðsmenn þeirra rændu tæplega þrjúhundruð skólastúlkum í Chibok héraði í Nígeríu í apríl 2014. Frá 2013 hafa yfir tvær milljónir hrakist frá heimilum sínum af ótta við samtökin, og yfir 20 þúsund manns verið myrt af liðsmönnum samtakanna. Stjórnvöld hafa síðustu ár haldið því fram að samtökin væru að syngja sitt síðasta, en morðalda síðustu mánaða bendir til annars. Hvað er Boko Haram og hvers vegna gengur svona illa að kveða samtökin í kútinn? Í síðari hluta þáttarins fjallar Birta um tónlistarmanninn Kurt Cobain, en í vikunni eru 27 ár frá því hann lést, aðeins 27 ára gamall. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

70 | Boko Haram sækir í sig veðrið og 27 ár án Kurt CobainHlustað

10. apr 2021