Heimskviður

Heimskviður

Í Heimskviðum Í dag er fjallað um börn liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríksins, sem mörg eru geymd í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi. Þá segjum við frá grófu ofbeldi sem mótmælendur í Hvíta Rússlandi segja lögreglu beita sig. Auk þess fjöllum við um nýjan hæstaréttadómara í Bandaríkjunum og konuna sem hún tekur við embættinu af. Í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi hafast við um 60 þúsund konur og börn sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þar af eru nær 35 þúsund börn undir 12 ára aldri, hverra foreldrar hafa eða höfðu tengsl við samtökin. Ástandið í búðunum er hræðilegt, þar lést 331 barn í fyrra. En hvaða framtíð bíður þessarra barna, sem mörg eru fædd eða eiga ættir að rekja utan Sýrlands. Meðal annars til Norðulandanna. Kári Gylfason fjallar um málið frá Gautaborg. Það hafa borist fréttir af grófu ofbeldi lögreglu í Hvíta-Rússlandi gegn mótmælendum síðan forsetakosningar fóru fram 9. ágúst. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við sérfræðing hjá Mannréttindavaktinni sem var nýlega í landinu og ræddi við fólk sem hefur verið beitt ofbeldi af lögreglu. Ofbeldið hefur tekið á sig margar myndir samkvæmt frásögnunum, það er líkamlegt, kynferðislegt og andlegt. Svo hafa stjórnvöld beitt konur í stjórnmálum sérstökum kúgunaraðferðum, það er að hóta þeim því að ef þær hætti ekki stjórnmálaþátttöku þá verði börnin þeirra tekin af þeim. Amy Coney Barrett tekur við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Birta og Guðmundur fjalla um konurnar tvær, og einnig um skrautlegar kappræður Joe Biden og Donald Trump í vikunni. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

48 | Sænsku ISIS-börnin, ofbeldið í Hvíta-Rússlandi og Barrett & GinsbHlustað

02. okt 2020