Heimskviður

Heimskviður

Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Ástralíu og Sýrlands. Fjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og á Bretlandi fyrr í vikunni. Þó að sitthvort málið hafi verið mótmælendum innblástur þá eiga þau það sameiginlegt að snúast um ofbeldi gegn konum. réttlæti. Í um 40 borgum vítt og breitt um hina víðfemu Ástralíu komu konur saman og tóku þátt í hinni boðuðu samstöðu. Kveikjan nú eru tvö mál sem mikið hefur verið fjallað um í áströlskum miðlum undanfarið. Birta Björnsdóttir segir frá. Í síðari hluta þáttarins höldum við til Sýrlands. Þar hefur stríð geysað í áratug, en í vikunni voru tíu síðan frá atburðum borginni Deraa í suðurhluta landsins sem oft er talað um sem upphafið af þessari blóðugu styrjöld sem hefur dregið hundruð þúsunda ofan í gröfina og hrakið milljónir manna frá heimilum sínum. Og þessu stríði er hvergi nærri lokið. Guðmundur Björn fjallar nú um átökin í Sýrlandi, hvaða afleiðingar þau hafa haft og hvað framtíðin ber í skauti sér. Ólöf Ragnarsdóttir, sérlegur sérfræðingur okkar um Mið-Austurlönd, lítur við. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

68 | Áratugur af stríði í Sýrlandi og March 4 JusticeHlustað

20. mar 2021