Flugþjónarnir, Draumfararnir, tónlistarmennirnir og vinirnir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson mættu í virkilega skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.Birgir Steinn hefur verið að gera virkilega góða hluti í músíkinni undanfarin ár en hefur tónlist hans náð að teygja sig langt út fyrir landsteinana og er hans vinsælasta lag á spotify með yfir 41 milljón spilanir, hvorki meira né minna. Ásamt því að sinna sólóferlinum er hann einnig annar meðlima hljómsveitarinnar Draumfarir ásamt honum Ragnari milli þess sem hann þjónustar fólk um borð í Icelandair.Ragnar er eins og áður kom fram hinn helmingur Draumfara og hefur í gegnum tíðina verið í hinum ýmsu hljómsveitum. Ásamt tónlistinni hefur hann fengið útrás fyrir annarri ástríðu sinni sem er að brugga bjór, en starfar hann einmitt í dag sem bruggmeistari.Birgir og Ragnar kynntust í fluginu en var Ragnar einmitt flugþjónn til margra ára en sneri hann sér svo að brugginu í covid. Þeir tengdu strax í gegnum músíkina og urðu fljótt miklir vinir og fóru mjög fljótlega af stað með verkefnið Draumfarir.Í þættinum ræddum við um músík bransann og hvar áhugi þeirra kviknaði á tónlist, flugið og hvernig það er að samtvinna flugið við poppara lífið, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/