Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Leikkonurnar og vinkonurnar Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.Bergdís og Tinna útskrifuðust báðar frá leiklistarskólanum Rose Bruford í Englandi en voru þó ekki á sama tíma í námi og kynntust ekki fyrr en nokkru eftir að þær útskrifuðust þegar Tinna mætti til Bergdísar í prufu fyrir leikrit sem Bergdís var að setja upp með leikhópnum Spindrift. Tinna stóð sig það vel í prufunum að hún var ekki bara tekin inn í leikritið heldur er hún í dag fullgildur meðlimur hópsins og eru þær einmitt um þessar mundir að standa fyrir sýningunni Ástin er taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett sem sýnd er í Mengni.Í þættinum ræddum við meðal annars um listina og hvar áhugi þeirra kviknaði á leiklist, leikhópinn Spindrift sem er norrænn leikhópur, ferðalögin milli landa og margt fleira og svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/

#33 - Bergdís & TinnaHlustað

02. feb 2023