Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Athafnakonurnar, áhrifavaldarnir, LXS-dívurnar og vinkonurnar Ína María Einarsdóttir og Magnea Björg Jónsdóttir mættu til mín nú á dögunum í mjög skemmtilegt spjall yfir rjúkandi kaffi og meðí.Ína er með annan fótinn heima á Íslandi og hinn í Vilnius í Lettlandi þar sem maðurinn hennar er atvinnumaður í körfubolta en var hún sjálf ansi efnileg í körfunni á sínum tíma. Þegar hún er á Íslandi kennir hún forfallakennslu og er orðið nóg að gera hjá henni í ljósmyndun.Magnea er þessa stundina að skrifa lokaritgerðina sína og útskrifast hún af viðskiptabraut hjá HÍ með áherslu á stjórnun núna í maí ásamt því að vinna í markaðsmálum hjá Heklu en er hún einmitt mikil bílaáhugakona.Ofaná þetta eru þær báðar í hópnum LXS og eru áberandi á samfélagsmiðlum en fór einmitt í loftið sjónvarpssería með þeim stelpunum sem naut gríðarlegra vinsælda og geta aðdáendur þeirra farið að láta sér hlakka til en w2eru þær þessa dagana í tökum fyrir seríu tvö.Í þættinum ræddum við meðal annars um árin í LA og Miami, LXS hópinn og hvernig hann varð til, húmorinn, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/

#36 - Magnea Björg & Ína MaríaHlustað

23. feb 2023