Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Uppistandararnir, skemmtikraftarnir og vinkonurnar Saga Garðarsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir komu til mín í virkilega skemmtilegt spjall á dögunum.Saga hefur undanfarin ár verið áberandi á sínu sviði sem skemmtikraftur og uppistandari og svo einnig sem leikkona en er hún búin að skrifa og leika í hinum ýmsu verkum bæði á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Snjólaug er menntaður handritshöfundur og hefur hún skrifað efni á borð við Stellu Blómkvist og kvikmyndina Saumaklúbbinn. Snjólaug hefur líkt og Saga verið vinsæll uppistandari og skemmtikraftur og halda þær einmitt saman úti uppistands sýningunni “Allt eðlilegt hér” sem sýnd er í Bæjarbíói í Hafnarfirði.Snjólaug og Saga kynntust í kringum uppistandssenuna og voru búnar að rekast ansi oft á hver aðra á hinum ýmsu skemmtunum þegar þær ákváðu að láta til skarar skríða og sameina krafta sína í einni og sömu sýningunni.Í þættinum ræddum við meðal annars um grínið og hvað má og hvað má ekki í þeim efnum, leiklistina, upphafið á uppistandsferlinum, handritaskrifin og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/

#22 - Saga Garðars & Snjólaug LúðvíksHlustað

03. nóv 2022