Frumkvöðlarnir, þjálfararnir, orkuboltarnir og tvíburasysturnar Anna Marta Ásgeirsdóttir og Lovísa Ásgerisdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og komu heldur betur færandi hendi með brakandi ferskt súkkulaði með kaffinu.Anna Marta hefur verið þjálfari í mörg ár lengi vel hjá Hreyfingu en hún færði sig nýverið yfir til WorldClass og er einn vinsælasti hóptímakennarinn þar, ásamt því að taka að sér fólk í næringarþjálfun. Í covid bankaði svo tilboð til hennar sem hún gat einfaldlega ekki annað en stokkið á og hefur hún undanfarin ár framleitt bæði pestó og súkkulaði undir merkinu Anna Marta og er brjálað að gera.Lovísa er eins og systir sín einnig einn vinsælasti hóptímakennari WorldClass en er hún einnig tekin við gæðastjórnun í súkkulaði og pestó framleiðslunni.Þær tvíburasysturnar eru einstaklega nánar og góðar vinkonur en heyrist það mjög glögglega í spjallinu okkar.Í þættinum ræddum við meðal annars um heilsuna og mikilvægi þess að hlúa vel að því sem við setjum ofaní okkur, súkkulaðið og matargerðina og hvaðan sú hugmynd kviknaði, tvíburalífið, hvar þær eru líkar og hvar þær eru ólíkar, uppvöxtinn og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/