Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Leikararnir og vinirnir Sigurður Þór Óskarsson og Oddur Júlíusson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum kaffibolla nú á dögunum.Sigurður eða Siggi eins og hann er oftast kallaður er þessa dagana fastráðinn við Borgarleikhúsið en hefur hann starfað bæði þar og í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig verið duglegur að taka að sér kvikmyndaverkefni en má meðal annars sjá hann í Venjulegu fólki, Ófærð og Allra síðasta veiðiferðin svo fátt eitt sé nefnt.Oddur hefur haldið tryggð við Þjóðleikhúsið allt frá því hann útskrifaðist en er hann í dag búinn að vera fastráðinn við leikhúsið í 10 ár ásamt því að taka að sér kvikmyndaverkefni en má meðal annars sjá Odd í Ráðherranum og Venjulegu fólki.Oddur og Siggi hafa verið vinir allt frá því Oddur hringdi í Sigga uppúr þurru og bað hann að vera kynnir með sér á Skrekk en hafa þeir síðan þá verið ansi nánir.Í þættinum ræddum við meðal annars um leiklistina og hvar áhugi þeirra kviknaði á henni, piparsveina árin á Laugarveginum, vináttuna, skemmtiferðasiglinguna sem þeir fóru saman í og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/

#29 - Siggi Þór & Oddur JúlHlustað

22. des 2022