Reykjavíkurfréttir

Reykjavíkurfréttir

Sanna Reykjavík 16. des 22 Reykvískur Sósíalismi á 20. öld Í þætti dagsins fáum við Sigurð Pétursson sagnfræðing í heimsókn. Hann hefur mikla þekkingu á verkalýðsmálum og ætlar að segja okkur frá sögu Sósíalista í Reykjavík á síðustu öld. Árið 1946 voru 4 borgarfulltrúar af 15 í Reykjavík Sósíalistar. Einnig voru þeir með fulltrúa í sveitarfélögum um landið allt, þar með talið hreinan meirihluta á Neskaupstað. Hvað á þessum tíma olli því að hljómgrunnur Sósíalista var svona sterkur? Spilaði verkalýðshreyfingin inn í? Eru einhver líkindi með þeim tímum sem Sósíalistar voru á hápunkti sínum og þeim tímum sem við lifum við í dag? Við leitum einnig svara við því hverju Sósíalistar voru að berjast fyrir í Reykjavík á þessum tíma og hverju var áorkað. Hvað getum við lært af þeim og erum við með svör þaðan um hvernig sé best að heyja baráttu alþýðunnar í borginni?

Reykvískur Sósíalismi á 20. öldHlustað

22. des 2022