Jón Kristinn Ragnarsson er gestur þáttarins og ræðir við okkur um upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Nú um þessar mundir heyrum við með stuttu millibili að netárásir hafi verið gerðar á fyrirtæki og stofnanir, okkur finnst við vera berskjölduð og þeir aðilar sem gera þessar árásir virðast komast í gegnum varnir fyrirtækja sem við myndum telja að væru með belti og axlabönd þegar kemur að því að gæta gagnaöryggis.
Eru gögnin okkar örugg? Og hvað geta fyrirtæki gert til að tryggja öryggið? Eða er það yfir höfuð hægt?
Jón Kristinn svarar þessu og mörgu öðru í fróðlegu viðtali.
Hoobla Podcastið er rekið af Hoobla ehf., sem er ráðgjafafyrirtæki þar sem þú getur fundið fjölbreyttan hóp sjálfstætt starfandi sérfræðinga, ráðgjafa, stjórnenda, fyrirlesara, stjórnenda- og markþjálfa o.fl.
Hoobla er samfélag þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman að því að veita góða þjónustu til fyrirtækja og stofnana á Íslandi.
Hoobla Podcastið er í umsjón Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda Hoobla. Í PodCastinu ræðir Harpa við reynsluríkt fólk á ýsmum sviðum samfélagsins, reynda stjórnendur, fyrirlesara, stjórnenda- og markþjálfa og sérfræðinga sem eiga erindi við okkur öll og við getum lært af! Við hlökkum til að vinna með ykkur!
Nafnið Hoobla stendur fyrir gleði, hamingju, kæti og síðast en ekki síst…. HÚRRA!!!
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...
12# - Jón Kristinn Ragnarsson - Sérfræðingur í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun