Í þessum nýársþætti heimsótti Harpa Ragnhildi Veigarsdóttur í stúdíó hennar sem hún er með í húsnæði föður síns, Veigars Margeirssonar í Gufunesi. Ragnhildur er lagahöfundur, píanóleikari, söngvari og framleiðandi (producer) hljómsveitarinnar FLOTT. Ragnhildur er einnig höfundur Hoobla-stefsins. Ragnhildur hefur slegið í gegn með hljómsveit sinni, með lögum eins og ,,Mér er drull”, ,,Þegar ég verð 36” og núna síðast Áramótalaginu í samvinnu við Unnstein Manúel með laginu ,,Ef þú hugsar eins og ég”.
Það er heiður að hafa fengið svo FLOTTA tónlistarkonu til að semja stefið fyrir Hoobla. Við fáum að kynnast Ragnhildi aðeins, kynnumst því sem hún hefur haft að stafni í tónlistinni, hvernig Hoobla stefið varð til, hvernig gigg lífið er hjá ungum tónlistarmanni og berum það aðeins saman við giggheim ráðgjafa í skemmtilegum aukaþætti í tilefni nýársins. Gleðilegt nýtt ár
Virkilega gaman að koma í stúdíóið og ræða við Ragnhildi í hljómsveitinni Flott.
Þáttinn má nálgast á helstu streymisveitum
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
-Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...
Nýársþáttur # - Ragnhildur Veigarsdóttir úr hljómsveitinni Flott og höfundur Hoobla stefsins