Hringferðin

Hringferðin

Á leið okkar um landið er næsti áfangastaður Ólafsfjörður. Við ökum gegnum Héðinsfjarðargöngin eftir stutt stopp á Siglufirði og beint niður á kajann. Þar tekur á móti okkur Eyþór Eyjólfsson sem fyrir margt löngu festi kaup á innstu jörðinni í Ólafsfirði – Bakka. Hann býður okkur inn fyrir dyrnar á húsi sem lengst af hýsti saltfiskverkun á staðnum en hefur nú skipt um hlutverk og búning, að minnsta kosti þegar kemur að innra byrðinu. Í bláum kerjum svamlar fiskafjöld og á komandi árum hyggst Eyþór framleiða, með aðstoð þessara sérstæðu dýra, einhverja verðmætustu afurð sem sköpuð hefur verið í íslensku samfélagi. Kílóverðið er svimandi hátt. Ekki er það gull eða ál, heldur kavíar sem sífellt fleira fólk er sólgið í og virðist reiðubúið að reiða fram ótrúlegar fjárhæðir til að höndum yfir.

#6 Ólafsfjörður - Eyþór Eyjólfsson og styrjueldiðHlustað

23. des 2023