Hringferðin

Hringferðin

Morgunblaðið tekur hús á Íslendingum vítt og breitt um landið í tilefni af 110 ára afmælis blaðsins. Sturla Böðvarsson og Erla Friðriksdóttir eru viðmælendur á Hringferð Morgunblaðsins en þau eiga samanlagt rúman aldarfjórðung að baki í stóli bæjarstjóra í Stykkishólmi. Þau ræddu stöðuna í bænum og á Snæfellsnesi en þau hafa bæði langvarandi tengsl við svæðið. Sturla er úr Ólafsvík en rifjar upp hvernig það kom til að hann kom í Stykkishólm og tók við rekstri sveitarfélagsins. Erla flutti þangað fyrst átta ára gömul með fjölskyldu sinni en fór svo til Reykjavíkur til að stunda nám. Árið 2005 sagði hún upp góðu starfi til þess að koma aftur heim.

#2 Stykkishólmur - Sturla Böðvarsson & Erla FriðriksdóttirHlustað

01. des 2023