Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Nýverið var opnuð kortasjá um aftökur á Íslandi á slóðinni dhd.hi.is. Kortasjáin er afrakstur verkefnisins Dysjar hinna dæmdu en markmið þess er að leita upplýsinga um þá einstaklinga sem teknir voru af lífi hérlendis tímabilið 1550–1830. Kortasjáin sýnir nöfn þeirra 248 einstaklinga sem þá voru dæmdir til dauða en einnig heimabæi þeirra, aftökustaði, kyn, aldur, brot og dóma. Við ræddum við þrjá aðstandendur verkefnisins, þau Sigrúnu Hannesdóttur, Ómar Val Jónasson og Steinunni Kristjánsdóttur.

Aftökur og dauðadómar á ÍslandiHlustað

11. sep 2019