Viðtal við Sigurjón Árna Eyjólfsson, héraðsprest og stundakennara við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, en hann hefur skrifað bókina Augljóst en hulið - að skilja táknheim kirkjubygginga. Í bókinni er táknheimur kirkjuhússins útskýrður og byggir höfundur umfjöllun sína á erlendum rannsóknum og mátar þær við íslenskar kirkjur.