Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Undanfarin fimm ár hafa þrír kennarar á Hugvísindasviði, þau Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason, ritstýrt ritröðinni Smásögur heimsins. Fimmta og síðasta bindi ritraðarinnar er nú komið út og er það helgað smásögum frá Evrópu, en áður hafa komið út smásögur Norður-Ameríku, Afríku, Rómönsku Ameríku og Asíu og Eyjaálfu. Af þessu tilefni hefur Hugvarp fengið ritstjórana til að velja sér smásögu úr bókunum til upplestrar og nú er röðin komin að Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, dósent við Mála- og menningardeild, sem les sögu sem hún þýddi sjálf og birtist í Smásögum Rómönsku-Ameríku. Sagan, sem er eftir gvatemalska rithöfundinn Augusto Monterroso, birtist á frummálinu árið 1959 og heitir Mr. Taylor.

Smásögur heimsins: Mr. TaylorHlustað

13. nóv 2020