Guðrún Kristinsdóttir doktorsnemi fjallar um leikverkið Loddarinn eftir franska leikskáldið Moliere. Hún tekur þátt í Samtali við leikhús, málfundi um leikritið í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 17. Aðrir í pallborði verða Hallveig Kristín Eiríksdóttir aðstoðarleikstjóri, Guðjón Davíð Karlsson leikari og Hallgrímur Helgason þýðandi.