Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Út er komin bókin Konur sem kjósa: Aldarsaga í útgáfu Sögufélagsins, Bókin fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld og er sjónum beint að einu kosningaári á hverju áratug þar sem fjallað er um kvennablöð og kvennaframboð, kvennafrí og kvennaverkföll, um baráttu kvenna fyrir hlutdeild í stjórn landsins og frelsi til að ráða menntun sinni og atvinnu, barneignum og ástarsamböndum. Áður ósagðar sögur kvenna njóta sín í lifandi texta og bókina prýðir fjöldi mynda af konum í leik og starfi. Konur sem kjósa byggir á áralöngum rannsóknum og samvinnu fjögurra fræðimanna á sviði kvenna- og kynjasögu, stjórnmála- og menningarsögu, þeirra Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínar Svövu Tómasdóttur, Ragnheiðar Kristjándóttur og Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur. Hugvarp ræddi við þær Erlu, Kristínu og Ragnheiði.

Konur sem kjósaHlustað

26. okt 2020