Marín Árnadóttir, meistaranemi í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, rannsakar einelti og ofbeldi í íslensku samfélagi 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Nýverið hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar fyrir verkefnið.