Jakub Stachowiak, skáld, rithöfundur og bókavörður flutti nýverið opinn fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Annars hugar sem haldin er á vegum námsgreinarinnar Íslensku sem annars máls í samstarfi við Árnastofnun og Málvísindastofnun Háskóla Íslands. Af því tilefni ræddi Hugvarp við Jakub um ástæður þess að hann flutti til Íslands og lærði ekki bara íslensku heldur hóf að rita ljóð og skáldsögur á íslensku.