Þann 16. júní var Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók opnuð á slóðinni lexia.hi.is. Lexía er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvarp spjallaði við þær Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Rósu Elínu Davíðsdóttur, orðabókafræðing við stofnunina og ritstjóra franska hluta orðabókarinnar.