Hylurinn Hlaðvarp

Hylurinn Hlaðvarp

Í september á síðasta ári lögðum við Hylsliðar land undir fót og fylgdum Denna og Stefán eftir við haust verkin í Selá. Veitt var í klak auk þess sem við fengum að kynnast störfum þeirra fyrir Six River project. Við förum yfir þetta allt saman í þætti vikunnar. Þeir fóstbræður eru báðir virkilega færir veiðimenn og eru nú hálfgerðir laxa bændur þar sem þeir vakta fiskana á svæðum verkefnisins allan ársins hring.  Svipmyndir af bakkanum, löxunum og klakveiðinni munu á næstunni detta inná Patreon aðgang Hylsins. Njótið !

#37 Sveinn "Denni" Björnsson & Stefán HrafnssonHlustað

24. feb 2022