Í ljósi krakkasögunnar

Í ljósi krakkasögunnar

Þetta er sagan af Sacagaweu. Ungu frumbyggjastelpunni sem hjálpaði Lewis og Clark, bandarískum landkönnuðum, að ferðast um landið sem þeir höfðu nýlega keypt. En þeir áttu ekki landið, þetta var hennar land, hennar heimkynni og hún gerði sitt allra besta til að stuðla að friðsamlegum samskiptum aðkomumanna við sitt fólk, því það var mun betra en blóðsúthellingar, eyðilegging og stríð. Þetta gerði hún allt, sextán ára gömul með nýfætt barn sitt bundið við bakið á sér. Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

SacagaweaHlustað

30. des 2021