Þetta eru sögur tveggja stráka sem urðu óvænt andlit alnæmis í fjölmiðlum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ryan White í Bandaríkjunum og Nkosi Johnson í Suður-Afríku. Þeir soguðust inn í atburðarás sem þeir höfðu enga stjórn á. Hvorugur þeirra fékk að mæta í skólann með jafnöldrum sínum eftir að það varð opinbert að þeir væru sýktir af HIV-veirunni. En hún smitast ekki milli fólks í hversdagslegum aðstæðum eins og við leik og nám í skóla. Hvers vegna var fólk þá svona hrætt við að umgangast þá?
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir