Colonia Dignidad sem seinna fékk nafnið Bavaria Village var einangruð byggð í Chile sem leit út fyrir að vera paradís en þar sem hryllingur átti sér stað bakvið luktar dyr. Enginn komst þaðan út né inn, börn voru tekin af foreldrum sínum og ofbeldi, pyntingar og morð voru þar daglegt brauð. Maðurinn á bak við þetta var hrottalegur Þjóðverji sem flúði til Chile undan ásökunum um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ekki missa af ferðalagi dagsins eða eins og Jón nokkur Ársæll sagði fyrr á dögunum, komiði með okkur.