Hér er forleikur að umfjöllun Karlaklúbbsins um Grunnskólann. Samkvæmt síðustu PISA könnun geta 34% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns. Þetta er ekki nýtt mál því fyrir 24 árum (1996) síðan kom fram þingsályktun á Alþingi um stofnun nefndar sem átti að leita orsaka fyrir félagslegum vandræðum drengja og lélegri námsárangri. Enn erum við að eiga við þennan vanda. Í hverju felst þessi vandi og hvað er til ráða?
Eru kennslustofur grunnskólans fjandsamlegt umhverfi fyrir drengi?