KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Árið 1978 mokaði KISS samsteypan inn seðlum eins og enginn væri morgundagurinn. Það var því nóg til þegar árið 1979 gekk loks í garð. En þegar hér er komið sögu var farið að hrikta verulega í stoðunum og samstarfið gekk ekkert frábærlega hjá okkar mönnum. Frægð og frami hafði verið draumurinn sem nú hafði raungerst en samt kom mönnum ekki nægilega vel saman. 1978 hafði líka verið nokkuð skrítið ár og engin KISS plata kom út það árið fyrir utan auðvitað safnplötuna góðu, Double Platinum. Í viðbót við það voru sólóplöturnar fjórar það sem fyrra ár gaf af sér ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni frægu. Nú varð að leggja allt í þetta og koma með alvöru plötu. Ákveðið var að tjalda öllu til og færa aðdáendum nýtt og ferskt efni sem myndi gefa þeim ástæðu til að láta sjá sig á tónleikum á ný, en þær voru einmitt farnar að þynnast hressilega áhorfendatölurnar, engum af okkar mönnum til ánægju. En í bland við þetta allt þurfti að halda bandinu saman og vélinni gangandi, sem var hægara sagt en gert. Ace var farinn að finna fyrir leiða og enginn gat hamið Peter svo gott væri. Þrátt fyrir það leit þó SUPER KISS dagsins ljós þetta frábæra ár og túrinn "The Return Of KISS" varð að veruleika auk plötunnar DYNASTY. Við förum yfir þessi mál ásamt sögustund frá bæði Forsetanum og StarPower þar sem mjög víða er komið við líkt og vanalega. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

093 - Norður-Amerískar Mýrarkanínur (1979 - fyrri hluti)Hlustað

27. nóv 2024