KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1978. Þetta var ekki fjörugasta árið í KISSögunni, en þó gerðist nú nokkuð hjá okkar mönnum. Sólóplöturnar fjórar litu dagsins ljós ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni KISS: Meets The Phantom Of The Park sem frumsýnd var á NBC sjónvarpsstöðinni þar sem nánast öll Ameríka poppaði, kom sér fyrir í sófanum og horfði. Okkar menn fengu frekar furðulegar Platinum plötur eftir smá fiff hjá hæstvirtum Neil Bogart og glanstímaritin elskuðu að birta myndir og fjalla um nýja ofurparið, Gene & Cher. Við kíkjum einnig örlítið út í geim að vanda með hjálp StarPower, en einnig fer hann yfir málin í páfagarði þess tíma ásamt miklu fleiru fróðlegu stöffi. Forsetinn segir okkur frá skemmtiferð fjölskyldunnar nú í sumar en kynnir líka fyrir okkur hvað annað var að gerast í tónlistinni í heiminum árið 1978 og kemur pönkið nokk mikið við sögu. Þetta allt, en bara svo miklu, miklu meira til. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

091 - Rúllustigar (1978 - seinni hluti)Hlustað

16. ágú 2024