Kokkaflakk í eyrun

Kokkaflakk í eyrun

Hrefnu Sætran kannast sennilega flestir við. Hún er búin að vera með ýmiskonar matreiðslu- og matartengda þætti í sjónvarpi í mörg ár og ber því sannarlega nafnið stjörnukokkur með rentu.   Hún er einn af eigendum þriggja vinsælla veitingahúsa í Reykjavík og hefur verið í fremstu röð matreiðslufólks á Íslandi í 20 ár, þó hún sé bara rétt fertug að aldri. Við tölum um bransann, dans, fótbolta, æskuna, unglingsárin og þann fáránlega mikla metnað sem hún hefur og hefur alltaf haft til að skara fram úr. Mjög skemmtilegt spjall þó ég segi sjálfur frá.    Kokkaflakk í eyrun er í boði Ægis brugghúss og Fastus. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku, Dómsdag á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Drauga fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Bestu plötuna á föstudögum.

#5 Hrefna Sætran - StjörnukokkurHlustað

06. okt 2020