Þetta er merkilegur þáttur af Kokkaflakki í eyrun af nokkrum ástæðum. Í fyrsta sinn í sögunni fer viðtalið fram á ensku því gestur þáttarins að þessu sinni er Shruti Basappa. Hún er arkitekt frá Indlandi sem hefur búið á Íslandi í tíu ár og er tamara að nota ensku en íslensku svo hún varð ofan á. Það er líka merkilegt að við tölum mikið um allskonar pólitík og þá aðallega matarpólitík og hvernig rasismi og menningarnám birtist í samhengi við mat og veitingahús. Við tölum líka um indversk brúðkaup og matarblaðamennsku en Shruti er einmitt matarblaðakona hjá Reykjavík Grapevine.
Mjög áhugavert, mikilvægt og skemmtilegt spjall
Kokkaflakk í eyrun er í boði Ægisgarðs Brugghúss og Omnom súkkulaðigerðar. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur er á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan ásamt Nei hættu nú alveg á föstudögum