Jakob H Magnússon matreiðslumeistari er gestur þáttarins í þetta sinn. Jakob hefur verið kenndur við veitingastaðinn Hornið í þau rúmu 40 ár sem eru síðan hann opnaði hann, ásamt Guðna frænda sínum. Jakob stendur enn vaktina á horninu nýorðinn sjötugur. Hornið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því með Jakobi á vaktinni eru konan hans, börn og barnabörn. Við spjöllum um Hornið, hvernig veitingabransinn hefur breyst á þessum 40 árum sem Hornið hefur sama og ekkert breyst. Tölum um fluguveiði, kokkalandsliðið, Bocuse D´or og ýmislegt fleira.