Í þrítugasta og þriðja þætti Koma svo! er rætt við Önnu Lóu Ólafsdóttur, kennara, náms- og starfsráðgjafa og er með diplóma í sálgæslu á meistarastigi. Hún byrjaði að skrifa pistla og birti á netsíðu og Facebook undir nafninu Hamingjuhornið. Pistlarnir náðu mikilli útbreiðslu og þóttu bæði fróðlegir og skemmtilegir og innihéldu þætti sem snéru að samskiptum, persónulegum áskorunum og leyndardómum lífsins. Nýlega gaf Anna Lóa út bókina "Það sem ég hef lært" þar sem hún deilir hluta af því sem hún hefur skrifað og jafnframt lært og skrifað um hamingjuna, sorgina, sambönd, breytingar, sjálfstraust, kvíða ofl. En hvernig lærði Anna Lóa það sem hún hefur lært?