Í þriðja þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Ragnheiði Agnarsdóttur. B.A. í sálfræði og M.A. í mannauðsstjórnun. Þegar Ragnheiður var búin að vera 16 ár í atvinnulífinu, upplifa makamissi og fara á hnefanum eins og okkur Íslendingum er svo tamt að gera, fóru hugsanir að gerjast um lífið og tilveruna. Á að fara í gegnum lífið á 100 km. hraða og aldrei að njóta stundarinnar? Ragnheiður fór að skoða á hverju grunnurinn að lífsgæðum okkar byggist og komst að því að þetta er ekki flókið. Við þurfum að hlúa að okkur sjálfum!