Í þrítugasta og öðrum þætti Koma svo! er rætt við Stefán Gunnar Sigurðsson forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Frosta um þær áskoranir sem Covid-19 höfðu á starf félagsmiðstöðva á Íslandi. Eftir að samkomubanni var komið á voru góð ráð dýr fyrir starf félagsmiðstöðva. Starfsmenn þurftu, á skömmum tíma, að finna út hvernig hægt væri að ná til unglinga með því að nota hina ýmsu samfélags- og netmiðla. "Neyðin kennir naktri konu að spinna" segir máltækið og það má með sanni segja að starfsmenn félagsmiðstöðva spunnu hratt lausnir til að mæta unglingum landsins.
Koma svo! - Óvænt nýsköpun í félagsmiðstöðvastarfi