Komdu í kaffi

Komdu í kaffi

Bjarni Gautur hefur farið víða og unnið við mörg skemmtileg verkefni fyrir áhugavert fólk á borð við rapparann Vanilla Ice, myndasögufyrirtækið Marvel og Loyd Kaufman sem rekur kvikmyndafyrirtækið Troma í New Jersey. Bjarni gefur út Marvel-myndasögur á Íslensku í gegnum Hetjumyndasögur. Einnig getið þið nálgast meira efni frá Bjarna á Youtube-rásinni hans.Þó svo að Eggert var fjarverandi í þessum þætti er samt gott að minnast á að hann heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland. Á Comedy in Iceland getið þið einnig fengið allar upplýsingar um allar uppákomur sem tengjast gríni hér á Íslandi.Þáttastjórnandi og tæknimaður þáttarins er Dagur Jóhannsson

#7 - Bjarni GauturHlustað

14. des 2022