Kona er nefnd

Kona er nefnd

TW: Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um ofbeldissamband og sjálfvígstilraun. Neðst eru hlekkir samtaka sem geta aðstoðað vegna vanlíðunar eða ofbeldis. Konur sjöunda þáttar hjá Kona er nefnd eru þær Mel B og Shirley Bassey. Það leynist ýmislegt á bakvið glamúrlíf fræga og ríka fólksins. Hvernig hefur líf Mel B verið eftir að gullárum Kryddpíanna lauk? Hún er þriggja barna, tvískilin móðir, með átakanlega sögu á bakinu. Shirley Bassey er 83 ára stórstjarna með litríkan og leikrænan feril að baki sér, en hún segist loksins sest í helgan stein eftir að hafa gefið út síðustu plötuna sína í nóvember árið 2020. Tvær ólíkar söngkonur sem höfðu mikil áhrif á sinn hátt á tónlistarmenningu síðustu aldar. Við bendum á eftirfarandi aðila ef ykkur vantar aðstoð vegna vanlíðunar eða ofbeldis: http://gedhjalp.is/ https://pieta.is/ Neyðarsími Rauða Krossins: 1717 Vefspjall Rauða Krossins: https://svarbox.teljari.is/?c=1137&g=1 https://www.bjarkarhlid.is/ https://www.kvennaathvarf.is/ https://www.stigamot.is/ https://bjarmahlid.is/ (Akureyri) https://www.kvennaradgjofin.is/ http://www.drekaslod.is/ https://bergid.is/ (ungt fólk upp að 25 ára aldri) https://www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodvanna/salfraedithjonusta/ (Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu)

Kona er nefnd... Mel B og Shirley Bassey - 7. þáttur, 2. seríaHlustað

25. nóv 2020