Konur í nýsköpun

Konur í nýsköpun

Gleðilega nýsköpunarviku!  Edda og Melkorka eru stofnendur Nýsköpunarvikunnar sem haldin er í fyrsta skiptið haustið 2020. Þær mættu í stúdíóið til Ölmu Dóru og deildu með henni sögum úr sinni vegferð, hvernig Nýsköpunarvikan kom til, hvað sé á dagskránni og hvaða væntingar þær hafa til næstu ára. Einnig eru þær báðar vel sjóaðar úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi og deildu sínum bestu ráðum til frumkvöðla. Ég mæli með að kíkja á www.nýsköpunarvikan.is fyrir streymi af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskránni. Einnig má nálgast frekari upplýsingar á FB síðu hátíðarinnar.

6. AF HVERJU EKKI? - Edda og Melkorka - Stofnendur NýsköpunarvikunnarHlustað

05. okt 2020