Konur í tækni

Konur í tækni

Að þessu sinni er Anna Karlsdóttir gestur þáttarins. Anna er vélaverkfræðingur að mennt og starfar sem framkvæmdarstjóri gæðasviðs eða CQO hjá Controlant þar sem hún hefur starfað undanfarin 7 ár. Áður en hún hóf störf hjá Controlant hafði hún starfað hjá Marorku í 12 ár, síðast sem framkvæmdarstjóri tæknisviðs. Auk starfa sinna hjá Controlant situr Anna í stjórn Ankeri sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum skipamarkaði. Í þættinum ræða Hildur og Anna m.a. um: Ástríðuna sem fylgir því að starfa hjá nýsköpunarfyrirtækjum og byggja upp frá grunni Mikilvægi fjölbreytileika á vinnustöðum Heiðurinn sem Anna fékk á dögunum þegar hún fékk verðlaun Supply & Demand Chain Executive Women in Supply Chain award Hvað lestur bókmennta er nærandi og eykur víðsýni Spennandi tíma sem eru framundan hjá Controlant Þátturinn er í boði Geko – Specialists in Innovation Talent

7. Anna Karlsdóttir, CQO hjá ControlantHlustað

01. júl 2022