Kvíðakastið

Kvíðakastið

Tómas Kristjánsson er lektor við Háskóla Íslands og sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í þessum þætti er fjallað um sjálfsvígshugsanir, þróun þeirra, áhættuþætti, ýmis verkfæri til að kljást við þær, hvert fólk á að leita og hvað aðstandendur geta gert. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is, Píeta símann s.552-2218, bráðamóttöku geðsviðs eða bráðamóttöku í Fossvogi utan opnunartíma geðsviðsins. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

80. Dr. Tómas Kristjánsson - SjálfsvígshugsanirHlustað

21. sep 2024